Teitur Örn Einarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson fögnuðu 32:29-heimasigri með Kristianstad er liðið mætti Redbergslid í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Teitur var sterkur í leiknum og skoraði sjö mörk. Ólafur bætti við tveimur. Kristianstad er í sjötta sæti deildarinnar með 30 stig eftir 26 leiki.
Aron Dagur Pálsson skoraði fjögur mörk fyrir Alingsås í 33:27-sigri á Ystad á heimavelli. Alingsås er í fjórða sæti með 34 stig.