Hákon Daði Styrmisson hornamaður úr ÍBV er markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, þegar keppnin er nákvæmlega hálfnuð.
Hákon Daði hefur skorað 76 mörk í ellefu leikjum Eyjamanna, eða rétt tæp sjö mörk að meðaltali í leik.
Hann hefur gert sex mörkum meira en Ihor Kopyshynskyi, úkraínska skyttan hjá Þór á Akureyri, sem hefur gert 70 mörk.
Seinni umferð deildarinnar hefst í dag en fjórir leikir í tólftu umferð fara fram í dag og kvöld og hinir tveir leikirnir annað kvöld. Leikir dagsins eru þessir:
13.30 ÍBV – ÍR í Vestmannaeyjum
15.00 Fram – KA í Safamýri
16.00 Þór – Afturelding á Akureyri
19.30 Selfoss – Stjarnan á Selfossi
Þrjátíu leikmenn skoruðu 35 mörk eða meira í fyrri umferð deildarinnar og það voru eftirtaldir, leikjafjöldinn í svigum:
76 Hákon Daði Styrmisson, ÍBV (11)
70 Ihor Kopyshynskyi, Þór (11)
69 Orri Freyr Þorkelsson, Haukum (10)
68 Ásbjörn Friðriksson, FH (11)
65 Árni Bragi Eyjólfsson, KA (11)
58 Anton Rúnarsson, Val (11)
58 Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni (11)
53 Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV (10)
52 Magnús Óli Magnússon, Val (9)
52 Finnur Ingi Stefánsson, Val (11)
51 Andri Þór Helgason, Gróttu (11)
51 Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi (11)
50 Birgir Steinn Jónsson, Gróttu (11)
48 Vilhelm Poulsen, Fram (11)
47 Dagur Arnarsson, ÍBV (11)
45 Sveinn Brynjar Agnarsson, ÍR (11)
44 Aki Egilsnes, KA (10)
44 Leó Snær Pétursson, Stjörnunni (11)
43 Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu (10)
43 Hergeir Grímsson, Selfossi (11)
42 Atli Ævar Ingólfsson, Selfossi (11)
41 Leonharð Þorgeir Harðarson, FH (11)
38 Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV (10)
37 Einar Rafn Eiðsson, FH (9)
36 Dagur Gautason, Stjörnunni (10)
36 Andri Már Rúnarsson, Fram (11)
35 Geir Guðmundsson, Haukum (10)
35 Ágúst Birgisson, FH (11)
35 Birgir Már Birgisson, FH (11)
35 Jóhann Geir Sævarsson, KA (11)