Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik fyrir GOG þegar liðið fékk Mors-Thy í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Leiknum lauk með 36:30-sigri GOG en Viktor Gísli var með 38% markvörslu og varði 13 skot í markinu.
Sigur GOG var aldrei í hættu en liðið leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 20:13.
GOG er í efsta sæti deildarinnar með 37 stig og hefur fjögurra stiga forskot á Bjerringbro/Silkeborg og Aalborg sem eru með 33 stig.