HK fór upp að hlið Víkings á toppi Grill 66-deildar karla í handbolta með 23:22-útisigri í Víkinni er liðin mættust í dag. Eru bæði lið nú með 20 stig eftir 12 leiki.
Víkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 10:7. HK-ingar neituðu hins vegar að gefast upp og unnu þeir seinni hálfleikinn með fjórum mörkum og leikinn í leiðinni.
Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði átta mörk fyrir HK og Kristján Ottó Hjálmsson gerði sex. Ólafur Guðni Eiríksson og Jóhannes Berg Andrason skoruðu sex mörk hvor fyrir Víkinga.