Bergischer vann sinn sjötta leik í síðustu sjö leikjum í þýsku 1. deildinni í handbolta er liðið lagði Hannover á útivelli, 27:23, í kvöld.
Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í Bergischer með sjö mörk og þá lagði hann upp eitt mark og stal boltanum einu sinni í vörninni.
Bergischer hefur komið skemmtilega á óvart á leiktíðinni og er liðið í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig, sex stigum frá toppliði Flensburg.