Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson var áberandi í 31:25-heimasigri Guif á Ystad í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Daníel varði 12 skot, þar af eitt víti og þá skoraði hann einnig tvö mörk. Guif endaði í 8. sæti deildarinnar og mætir Sävehof í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni.
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk og Teitur Örn Einarsson fjögur fyrir Kristianstad sem vann Malmö á heimavelli, 35:27. Kristianstad endar í sjötta sæti með 34 stig og mætir einmitt Malmö í átta liða úrslitum.
Þá vann Skövde 32:24-sigur á Alingsås á útivelli. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði eitt mark fyrir Skövde en Aron Dagur Pálsson lék ekki með Alingsås. Liðin mætast í átta liða úrslitum þar sem Skövde endar í fjórða sæti deildarinnar og Alingsås fimmta.