Barcelona varð í kvöld spænskur bikarmeistari áttunda árið í röð er liðið vann öruggan 35:27-sigur á Ademar León í úrslitaleik.
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark með Barcelona en hann hefur orðið bikarmeistari á hverju ári með liðinu síðan hann kom til þess frá Veszprém árið 2017.
Barcelona hefur orðið spænskur bikarmeistari 25 sinnum og er langsigursælasta lið Spánar.