Átta íslensk mörk í stórsigri

Ómar Ingi Magnússon var drjúgur.
Ómar Ingi Magnússon var drjúgur. AFP

Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og samherjar þeirra í Magdeburg unnu 43:22-stórsigur á Coburg á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. 

Ómar Ingi skoraði sex mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir bætti við tveimur. Magdeburg er á góðri siglingu og í öðru sæti deildarinnar með 28 stig.

Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Stuttgart sem vann 25:23-sigur á Leipzig á útivelli. Viggó lék áður með Stuttgart og var sigurinn væntanlega sætur fyrir landsliðsmanninn. Stuttgart er í 14. sæti með 17 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert