Þjálfari HK ráðinn til Noregs

Elías Már Halldórsson flytur til Noregs.
Elías Már Halldórsson flytur til Noregs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elías Már Halldórsson, þjálfari karlaliðs HK í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fredrikstad í Noregi. Elías kveður HK í sumar eftir tveggja ára starf. 

Handbolti.is greinir frá og vitnar í vefútgáfu Fredrikstad Blad. Fredrikstad er sem stendur í áttunda sæti af þrettán liðum í norsku úrvalsdeildinni. 

Elías Már stýrir HK út leiktíðina, en liðið er í hörðum slag um sæti í efstu deild. Elías þekkir vel til norska handboltans því hann lék með Arendal í tvö ár á sínum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert