Landsleik Íslands gegn Ísrael, sem fara átti fram í Tel Aviv í Ísrael á fimmtudaginn kemur í undankeppni EM í handknattleik, hefur verið frestað.
Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við mbl.is í dag.
„EHF hefur tekið þá ákvörðun að fresta leik Íslands gegn Ísrael í undankeppni EM 2022 en leikurinn átti að fara fram nk. fimmtudag í Tel Aviv,“ segir í fréttatilkynningu sem HSÍ sendi frá sér í dag.
„Miklar hömlur eru á flugsamgöngum til Ísrael og hefur skrifstofa HSÍ ítrekað lent í að flug til Ísrael hafi verið fellt niður.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn fer fram en EHF muna taka ákvörðun um það á næstu dögum,“ segir ennfremur í tilkynningu HSÍ.