Ekkert verður af leik HK og KA/Þórs í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, sem fram átti að fara í Kórnum í Kópavogi í kvöld.
Handbolti.is greinir frá því að lið KA/Þórs sé í Staðarskála í Hrútafirði og komist ekki lengra þar sem Holtavörðuheiðin sé orðin ófær. Þar staðfestir jafnframt Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, að liðið sé að huga að því að snúa aftur til Akureyrar ef veður leyfir.
Uppfært kl. 16.33:
Leikurinn hefur verið settur á að nýju kl. 18.00 á morgun, fimmtudag.