Handknattleikskonan Ásdís Þóra Ágústsdóttir er á leið til sænska úrvalsdeildarfélagsins Lugi.
Þetta staðfesti sænska félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Ásdís mun ganga til liðs við Lugi eftir að tímabilinu hér heima lýkur í vor.
Ásdís er uppalin hjá Val á Hlíðarenda en hún skrifaði undir tveggja ára lánssamning við sænska félagið en með möguleika á því að rifta honum eftir eitt ár.
Skyttan er einungis 19 ára gömul en hún hefur einnig leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og er í U19-ára landsliðshópnum sem kemur saman til æfinga um þar næstu helgi.