Aftur frestað vegna ófærðar

HK og KA/Þór geta ekki heldur mæst í kvöld.
HK og KA/Þór geta ekki heldur mæst í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ekkert verður af því að HK og KA/Þór mætist í síðasta leik tólftu umferðar úrvalsdeildar kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í kvöld.

Leiknum hefur verið frestað annan daginn í röð vegna ófærðar. Í gær var Akureyrarliðið komið í Hrútafjörð á leið til leiks í Kópavogi en komst ekki lengra og varð að snúa aftur heim.

KA/Þór myndi komast á ný á topp deildarinnar með sigri í leiknum en HK er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Ekki hefur verið fundin ný dagsetning fyrir leikinn en nú er komið hlé í deildinni til 30. mars vegna þátttöku landsliðs Íslands í undankeppni HM. Tvær síðustu umferðirnar fara síðan fram í kringum páskana.

Uppfært kl. 21.14:
Leikurinn fer fram annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 18.00 í Kórnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert