Við pabbi erum jafn spennt

Ásdís Þóra Ágústsdóttir í leik með Val.
Ásdís Þóra Ágústsdóttir í leik með Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spennandi tímar eru fram undan hjá handknattleikskonunni Ásdísi Þóru Ágústsdóttur en hún er á leið í atvinnumennsku eftir tímabilið.

Ásdís, sem er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Val á Hlíðarenda en hún mun ganga til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Lugi frá háskólabænum Lundi í Suður-Svíþjóð að tímabilinu loknu.

Ásdís hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands en hún skrifaði undir tveggja ára lánssamning við sænska félagið sem situr sem stendur í níunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig en tólf lið leika í deildinni.

„Ég er mjög spennt og það verður gaman að reyna fyrir sér í Svíþjóð,“ sagði Ásdís í samtali við Morgunblaðið.

Hafa fylgst lengi með

„Ég heyrði fyrst af áhuga Lugi fyrir um mánuði síðan og hlutirnir gengu nokkuð hratt fyrir sig eftir það. Forráðamenn Lugi hafa fylgst vel með mér síðan 2019 en þeir fylgdust með mér á EM U17-ára í Lignano á Ítalíu, sumarið 2019, og eins þegar Valur lék gegn sænska liðinu Skuru í fyrstu umferð EHF-bikars kvenna haustið 2019.

Ég skrifaði undir langtímasamning við Val um áramótin þannig að ég var búin að sjá það fyrir mér að vera á Íslandi og spila með Val næstu árin. Þegar þetta kom upp þá gat ég ekki hafnað því enda er Lugi mjög flottur klúbbur í Svíþjóð,“ sagði Ásdís.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert