Sú reyndasta dregur sig út úr landsliðinu

Karen Knútsdóttir í leik með Fram í vetur.
Karen Knútsdóttir í leik með Fram í vetur. mbl.is/Eggert

Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum í handknattleik sem leikur í undankeppni HM í Norður-Makedóníu um næstu helgi.

Karen er leikjahæst þeirra sem voru valdar í hópinn, með 102 landsleiki, en í tilkynningu frá HSÍ segir að hún hafi dregið sig úr hópnum af persónulegum ástæðum, í samráði við HSÍ og þjálfara.

Ekki hefur verið valinn leikmaður í hópinn í hennar stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert