Í gærkvöldi vann Frakkland góðan sigur gegn Króatíu og Noregur vann Brasilíu örugglega í undankeppni karla í handknattleik fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í Japan í sumar.
12 lið leika í þremur riðlum um sex laus sæti á leikunum. Í riðli 2 vann Frakklandi fjögurra marka sigur gegn Króatíu, 30:26. Í hinum leik riðilsins vann Portúgal öruggan 34:27-sigur á Túnis.
Í riðli 1 vann Noregur tólf marka sigur á Brasilíu, 32:20, og liðið því nú þegar komið í góða stöðu í riðlinum.
Í hinum leik riðilsins var öllu meiri spenna þegar Suður-Kórea lagði Síle með minnsta mun. Eftir að hafa verið átta mörkum yfir, 19:11, í hálfleik vann Síle sig heldur betur inn í leikinn en þurfti að lokum að sætta sig við 35:36-tap.
Í riðli þrjú vann Slóvenía öruggan átta marka sigur, 36:28, gegn Alsír. Fyrr um daginn höfðu Þýskaland og Svíþjóð skilið jöfn, 25:25, í æsispennandi leik.