Lærisveinar Alfreðs í vænlegri stöðu

Alfreð Gíslason á hliðarlínunni í dag.
Alfreð Gíslason á hliðarlínunni í dag. AFP

Alfreð Gíslason er ansi nálægt því að koma þýska landsliðinu í handknattleik á Ólympíuleikana í sumar en Þjóðverjar unnu 36:27-sigur á Slóveníu í undankeppninni í dag.

Þýskaland gerði 25:25-jafntefli gegn Svíþjóð í gær og Svíar unnu Alsír í dag, 36:25. Það þýðir að þjóðirnar tvær eru á toppi riðilsins með þrjú stig. Þjóðverjar eiga Alsír á morgun og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með sigri en tvö efstu liðin fara á leikana. Þá mætast Svíar og Slóvenar í úrslitaleik en Svíum dugar þar jafntefli. Liðin eru í riðli 3.

Í riðli 1 eru Nor­eg­ur, Suður-Kórea, Bras­il­ía og Síle og í riðli 2 eru Króatía, Frakk­land, Portúgal og Tún­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert