Alfreð á leiðinni á Ólympíuleikana

Alfreð Gíslason þjálfari Þjóðverja
Alfreð Gíslason þjálfari Þjóðverja AFP

Alfreð Gíslason er á leiðinni á Ólympíuleikana í sumar sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik sem í dag tryggði sér sæti þar með öruggum sigri á Alsírbúum í Berlín, 34:26.

Þjóðverjar fengu þar með fimm stig í þremur leikjum í riðlinum en þeir gerðu jafntefli við Svía á föstudaginn og unnu Slóvena í gær. Svíar og Slóvenar mætast í hreinum úrslitaleik síðar í dag um annað sæti riðilsins og keppnisrétt í Tókýó en Svíum nægir jafntefli í þeirri viðureign.

Julius Kühn var markahæstur í þýska liðinu í dag með átta mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert