Litháen á blað í riðli Íslands

Litháar unnu í dag en þeir áttu aldrei möguleika gegn …
Litháar unnu í dag en þeir áttu aldrei möguleika gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í nóvember þegar Ísland vann leik liðanna í Laugardalshöll með sextán marka mun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Litháen lagði Ísrael að velli, 31:28, í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Vilnius í dag en liðin eru með Íslandi í riðli.

Litháar fengu þar með sín fyrstu stig, í sínum þriðja leik, en þetta var annar leikur Ísraela, sem töpuðu með níu mörkum í Portúgal, og þeir eru því áfram stigalausir. Portúgal er með 6 stig eftir fjóra leiki og Ísland 4 stig eftir þrjá leiki.

Ísland á eftir að spila báða leikina við Ísrael og útileikinn við Litháen. Tveir þessara leikja fara fram 29. apríl og 2. maí en ekki er komin dagsetning á útileikinn við Ísrael sem hefur tvívegis verið frestað.

Skirmantas Pleta og Valdas Drabavicius skoruðu sex mörk hvor fyrir Litháa en Yermiyahu Sidi skoraði tólf mörk fyrir Ísraela.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert