Kay Smits var hetja hollenska landsliðsins í handbolta er það vann dramatískan 27:26-sigur á Póllandi í undankeppni EM karla í handbolta á útivelli í dag. Með sigrinum fór Holland, undir stjórn Erlings Richardssonar, langt með að tryggja sér sæti á lokamóti EM.
Sigurmark Smits var af dýrari gerðinni því það var sirkusmark á síðustu sekúndubrotum leiksins. Smits kórónaði þannig stórleik sinn því hann skoraði tíu af mörkunum 27.
Markið má sjá fyrir neðan og gríðarlegan fögnuð lærisveina Erlings í kjölfarið.
WATCH: And here is Kay Smits and @Handbal_NL's 🇳🇱 magical finish against @handballPolska 🇵🇱. Is this the best game-winning buzzer beater of all time? #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/ZI1dfzmLCU
— EHF EURO (@EHFEURO) March 14, 2021