Brescia vann sinn fjórða sigur í röð í ítölsku B-deildinni í fótbolta í kvöld er liðið lagði Reggina á heimavelli, 1:0. Í sigrunum fjórum hefur Brescia ekki fengið á sig mark.
Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia og lék fyrstu 61 mínútuna. Hólmbert Aron Friðjónsson sat á bekknum fram að 75. mínútu.
Þrátt fyrir sigurgönguna er Brescia í tíunda sæti, þremur stigum frá sæti í umspili um sæti í efstu deild, en Brescia féll úr A-deild á síðustu leiktíð.