Háspennujafntefli á Nesinu

Grótta náði í gott stig gegn FH.
Grótta náði í gott stig gegn FH. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grótta og FH skildu jöfn, 30:30, í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. FH var yfir nánast allan tímann og var staðan í hálfleik 15:10, FH í vil. 

Grótta neitaði að gefast upp og með góðum leik í seinni hálfleik komust nýliðarnir yfir rétt fyrir leikslok er Birgir Steinn Jónsson skoraði. FH átti síðustu sóknina og úr henni skoraði Benedikt Elvar Skarphéðinsson og tryggði FH eitt stig. 

Andri Þór Helgason skoraði níu mörk fyrir Gróttu og Birgir Steinn Jónsson gerði átta. Einar Rafn Eiðsson fór á kostum hjá FH og skoraði tíu mörk. 

FH er í öðru sæti deildarinnar með 19 stig og Grótta í tíunda sæti með tíu stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert