Handknattleiksmaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson hefur skrifað undir samning við FH sem gildir til ársins 2023.
Jóhann Birgir þekkir vel til hjá FH því hann er uppalinn hjá félaginu og lék með því þar til hann gekk til liðs við HK á síðasta ári. Eftir stutt stopp í Kópavogi er hann kominn aftur í Hafnarfjörðinn.
Jóhann lék fjóra leiki með HK á tímabilinu og skoraði í þeim 20 mörk. FH er í öðru sæti Olísdeildarinnar með 19 stig eftir 14 leiki, fjórum stigum á eftir Haukum.