Forsetinn sendi Alfreð stuðningsyfirlýsingu

Alfreð Gíslason tók við þjálfun þýska landsliðsins í febrúar 2020.
Alfreð Gíslason tók við þjálfun þýska landsliðsins í febrúar 2020. AFP

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi handknattleiksþjálfaranum Alfreð Gíslasyni stuðningsyfirlýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag.

Alfreð, sem er þjálfari þýska landsliðsins, birti í gær hótunarbréf sem honum barst í pósti á samfélagsmiðlinum Instagram.

Bréfið var nafnlaust en sendandinn lýsti þar yfir óánægju sinni með þjálfarann og þá staðreynd að hann væri ekki borinn og barnfæddur í Þýskalandi.

„Landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason er góður vinur og ég stend þétt við bakið á honum á þessum tímum,“ skrifaði forsetinn á Twitter.

„Þjóðverjar eru heppnir að vera með handboltasnilling eins og Alfreð við stjórnvölinn hjá sér.

Við erum ánægð með samstöðu þýska handknattleikssambandsins í málinu og sendum góðar kveðjur frá Íslandi,“ bætti forsetinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert