Þriðji sigur Þórsara kom gegn ÍR

Gísli Jörgen Gíslason sækir að ÍR-ingum á Akureyri í kvöld.
Gísli Jörgen Gíslason sækir að ÍR-ingum á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Gísli Jörgen Gíslason átti stórleik fyrir Þór frá Akureyri þegar liðið mætti ÍR í botnslag úrvaldeildar karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Höllinni á Akureyri í fjórtándu umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 28:25-sigri Þórsara en Gísli skoraði níu mörk fyrir Þórsara og atkvæðamestur Akureyringa.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Akureyringar náðu tveggja marka forskoti, 7:5, eftir tíu mínútna leik. ÍR-ingar komu til baka, leiddu með tveimur mörkum þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 13:11, en Gísli Jörgen jafnaði metin í 14:14 með lokamarki hálfleiksins.

ÍR-ingar náðu 18:17, forskoti þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en þá kom góður leikkafli hjá Þórsurum sem komust í 25:22 þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst Breiðhyltingum ekki að jafna metin og Þórsarar fögnuðu sigri.

Ihor Kopyshynskyi skoraði sjö mörk fyrir Þórsara, þar af sex úr vítaköstum, og þá var Jovan Kukobat með 45% markvörslu í markinu eða 19 skot varin.

Hjá Breiðhyltingum var Gunnar Valdimar Johnsen markahæstur með átta mörk og Ólafur Haukur Matthíasson skoruði fimm mörk.

Þetta var þriðji sigur Þórsara á tímabilinu en liðið er með 6 stig í ellefta sæti deildarinnar á meðan ÍR er á botninum án stiga.

Mörk Þórs: Gísli Jörgen Gíslason 9, Ihor Kopyshynskyi 7, Þórður Ágústsson 5, Garðar Már  Jónsson 3, Karolis Stropus 3, Hafþór  Ingi Halldórsson 1.

Jovan Kukobat varði 19 skot og var með 45 prósent markvörslu.

Mörk ÍR: Gunnar Valdimar Johnsen 8, Ólafur Haukur Matthíasson 5, Viktor Sigurðsson 4, Bjarki Steinn Þórisson 3, Andri Heimir Friðriksson 2, Dagur Sverrir Kristjánsson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1, Sveinn Brynjar Agnarsson 1.

Ólafur Rafn Gíslason og Óðinn Sigurðsson vörðu 6 skot hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert