Hafnarfjarðarslagur í kortunum í bikarnum

Ásbjörn Friðriksson í baráttunni í leik FH og Hauka í …
Ásbjörn Friðriksson í baráttunni í leik FH og Hauka í febrúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH og Haukar gætu mæst í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola-bikarsins, en dregið var í höfuðstöðvum HSÍ í Laugardalnum í dag.

Haukar og Selfoss mætast í 32-liða úrslitum keppninnar 3. apríl næstkomandi en sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir FH í sextán liða úrslitum keppninnar.

Þá mætast Afturelding og ÍBV í sextán liða úrslitunum sem fara fram 9. apríl karlamegin. Átta liða úrslitin fara fram  11. apríl.

Kvennamegin mætast HK og Valur í úrvalsdeildarslag sextán liða úrslitanna sem fara fram 8. apríl og átta liða úrslitin fara fram 11. apríl.

Dráttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

16-liða úrslit kvenna:

ÍR - Haukar
Selfoss - FH
ÍBV - Grótta
Fjölnir/Fylkir - KA/Þór
HK - Valur
Afturelding - Stjarnan 

8-liða úrslit kvenna:

Víkingur - Selfoss/FH
Afturelding/Stjarnan - Fjölnir/Fylkir / KA/Þór
ÍBV/Grótta - HK/Valur
ÍR/Haukar - Fram

16-liða úrslit karla:

Vængir júpíters - KA
Grótta - Stjarnan
FH - Haukar/Selfoss
Afturelding - ÍBV
Kría - ÍR
HK - Fram
Víkingur - Valur
Mílan - Fjölnir

8-liða úrslit karla:

Kría /ÍR - HK/Fram
Grótta/Stjarnan - Vængir júpíters/KA
Afturelding/ÍBV - Mílan/Fjölnir
Víkingur/Valur - FH/Haukar/Selfoss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert