Íslenska landsliðið í handbolta verður án fyrirliða síns Steinunnar Björnsdóttur er það leikur gegn Grikklandi í undankeppni HM í Skopje klukkan 18 í kvöld.
Steinunn meiddist í tapinu gegn heimakonum í Norður-Makedóníu í gærkvöldi. Í stað Steinunnar kemur Saga Sif Gísladóttir markvörður Vals inn í hópinn, en hún gæti leikið sinn fyrsta landsleik.
Þrír markverðir verða í hópnum því ásamt Sögu eru þær Katrín Ósk Magnúsdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir einnig í hópnum.
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (26/0)
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (3/0)
Saga Sif Gísladóttir, Valur (0/0)
Aðrir leikmenn:
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (3/1)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (59/119)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (37/28)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (1/0)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (38/79)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (35/66)
Lovísa Thompson, Valur (20/31)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (27/30)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (95/194)
Sigríður Hauksdóttir, HK (17/35)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (57/43)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (41/55)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (1/0)