Landsliðsmaður frá næstu vikurnar

Elliði Snær Viðarsson verður frá keppni næstu vikur.
Elliði Snær Viðarsson verður frá keppni næstu vikur. AFP

Handknattleiksmaðurinn Elliði Snær Viðarsson stundar ekki íþróttina næstu vikur vegna meiðsla á vinstri ökkla eða hæl. Hann missir af næstu leikjum þýska liðsins Gummersbach vegna þeirra.

„Ég vonast til að vera ekki lengur en þrjár vikur frá keppni,“ sagði Elliði Snær við Handbolta.is. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Elliða hjá Gummersbach.

Liðið er í þriðja sæti B-deildarinnar með 29 stig eftir 19 leiki og í miklum slag um sæti í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert