Díana Dögg Magnúsdóttir og stöllur í Sachsen Zwickau unnu enn einn leikinn í þýsku B-deildinni í handknattleik í dag og eru sem stendur í efsta sæti. Þær unnu 30:22-útisigur á Kirchhof í dag og hafa nú unnið sjö leiki í röð.
Díana skoraði fjögur mörk í leiknum fyrir Zwickau sem situr í toppsætinu með 35 stig eftir 20 umferðir, tveimur stigum á undan Füchse Berlín. Herrenberg kemur næst í þriðja sætinu með 32 stig.