Staðan orðin vænleg

Ólafur Andrés Guðmundsson.
Ólafur Andrés Guðmundsson. Ljósmynd/Kristianstad

Íslendingaliðið Kristianstad er í vænlegri stöðu í fjórðungsúrslitunum um sænska meistaratitilinn í handknattleik eftir 31:28-sigur gegn Malmö í dag. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í einvíginu og þarf einn til viðbótar til að komast í undanúrslitin.

Mal­mö endaði í þriðja sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar en Kristianstad í sjötta sæti og var því ekki endilega við þessu að búast. Kristianstad vann fyrri leikinn sannfærandi, 32:22. Ólafur Andrés Guðmundsson var drjúgur í dag, skoraði sex mörk úr 11 skotum en Teitur Örn Einarsson kom einnig aðeins við sögu, skoraði eitt mark.

Liðin mætast í þriðja sinn í Malmö á föstudaginn næsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert