Óttast er að handknattleiksmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi meiðst alvarlega á vinstri öxl er hann spilaði með Magdeburg gegn Füchse Berlín í þýsku efstu deildinni í dag.
Landsliðsmaðurinn fór meiddur af velli í síðari hálfleik eftir að hafa lent illa á vinstri handleggnum en hann gekk sárþjáður af velli. Það er handbolti.is sem greinir frá þessu og segir þar að Gísli hafi hugsanlega farið úr axlarlið.
Gísli hefur áður átt við alvarleg meiðsli á hægri öxl en hversu alvarleg þessi meiðsli eru kemur í ljós eftir læknisskoðun.