Þórir fer á Ólympíuleikana

Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. AFP

Þórir Hergeirsson fer með lið sitt, norska kvennalandsliðið í handknattleik, á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar eftir harða baráttu í undankeppninni.

Norska liðið vann fimm marka sigur á Rúmeníu í gær, 29:24, og þurfti Rúmenía því sex marka sigur gegn Svartfjallalandi í dag til að komast áfram á kostnað Norðmanna. Það tókst ekki, Rúmenar unnu þriggja marka sigur og ólympíusætið því í höfn hjá Þóri og stöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert