Upp að hlið toppliðsins

Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson komu báðir við sögu er Magdeburg vann 29:24-sigur á Füchse Berlín í þýsku efstu deildinni í handknattleik í dag. Með sigrinum fór Magdeburg upp að hlið toppliðs Flensburg sem á þó leiki til góða.

Ómar Ingi skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur tvö í leiknum en Gísli skoraði tvö og lagði upp eitt. Þá vann Lemgo nauman 25:24-sigur á Ludwigshafen þar sem Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk fyrir gestina og sigurliðið. RN Löwen vann þá 33:26-sigur á Leipzig á útivelli en Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert