Viktor frábær í markinu

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina vel í marki GOG í …
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina vel í marki GOG í dag. AFP

Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í marki GOG sem endurheimti toppsætið í dönsku efstu deildinni í handknattleik í dag með 37:30-sigri gegn Fredericia.

GOG er á toppnum með 39 stig eftir 24 umferðir, tveimur stigum á undan Aalborg. Viktor var drjúgur í markinu, varði 19 af 47 skotum sem hann fékk á sig í leiknum, þar af tvö vítaskot, og skoraði einnig eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert