Hannes Jón Jónsson er hættur störfum sem þjálfari þýska handknattleiksliðsins Bietigheim en frá þessu var skýrt í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins í dag.
Fyrir skömmu var tilkynnt að Hannes myndi hætta störfum að þessu tímabili loknu, eftir að hafa stýrt liðinu í rúm tvö ár, og í kjölfarið á því samdi hann við austurríska félagið Alpla Hard um að taka við þjálfun þess í sumar.
Bietigheim er í tólfta sæti af nítján liðum í þýsku B-deildinni þegar liðið hefur spilað 20 leiki af 36 á tímabilinu og er sex stigum fyrir ofan fallsæti.