Ísland mætir Slóveníu í umspilinu

Íslensku landsliðskonurnar fagna eftir að hafa sigrað Litháen í gærkvöld …
Íslensku landsliðskonurnar fagna eftir að hafa sigrað Litháen í gærkvöld og tryggt sér sæti í umspili heimsmeistaramótsins. Ljósmynd/Robert Spasovski

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Slóveníu í umspili um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni í desember á þessu ári. Dregið var í umspilið rétt í þessu.

Umspilsleikirnir fara fram dagana 16. til 21. apríl þar sem leikið er heima og heiman og sigurliðið samanlagt kemst á HM á Spáni.

Ísland leikur fyrri leikinn á útivelli 16. eða 17. apríl og seinni leikinn á heimavelli 20. eða 21. apríl.

Slóvenía var í efri styrkleikaflokkinum þegar dregið var en Ísland í þeim neðri eins og hinar níu þjóðirnar sem komu úr umspilinu. 

Slóvenar höfnuðu í sextánda sæti Evrópumótsins 2020 og í nítjánda sæti heimsmeistaramótsins 2019.

Niðurstaðan í umspilsdrættinum var þessi, liðin í efri styrkleikaflokki feitletruð:

Tyrkland  Rússland
Tékkland  Sviss
Slóvenía  Ísland
Slóvakía  Serbía
Úkraína  Svíþjóð
Austurríki  Pólland
Ungverjaland  Ítalía
Rúmenía  Norður-Makedónía
Portúgal  Þýskaland
Svartfjallaland  Hvíta-Rússland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert