Adam sá um KA-menn

Það var hart tekist á á Akureyri í leiknum í …
Það var hart tekist á á Akureyri í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Eins og flest liðin í Olís-deild karla í handbolta þá berjast KA og Stjarnan um að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Liðin mættust í kvöld á Akureyri í spennuleik en þau sátu í 7. og 8. sæti deildarinnar fyrir leik.  

Fyrr í vetur vann Stjarnan með einu marki og mátti búast við jöfnum leik. Allan fyrri hálfleikinn fylgdust liðin að og skoruðu til skiptis. Markvarsla var sáralítil þrátt fyrir ágætis varnarleik beggja liða. Stjarnan sótti mest á sínum hægri væng og gaf það Starra Friðrikssyni færi á að blómstra. Hann var kominn með sex mörk í hálfleik. Stjarnan reyndi að klippa Áka Egilsnes út úr sóknarleik KA en aðrir stigu þá upp og skiluðu sínu. Staðan var 17:16 fyrir Stjörnuna í hálfleik og útlit fyrir meiri spennu. 

Stjarnan var ekki á þeim buxunum og í byrjun seinni hálfleiks þá keyrðu gestirnir fram úr. Stjarnan komst í 20:16 og var svo með ágætt forskot allt til loka. Markvarslan reið baggamuninn en Adam Thorstensen varði mikið í Stjörnumarkinu, oft úr algjörum dauðafærum. Hann náði fjórtán vörslum í seinni hálfleiknum og var langbesti maður vallarins. Stjarnan spilaði vel á lokamínútunum þegar KA var að reyna að hrista upp í leiknum og vann að lokum mjög sanngjarnan og sannfærandi sigur 32:27. 

KA datt niður um eitt sæti og Stjarnan fór upp að hlið Selfyssinga.  

KA 27:32 Stjarnan opna loka
60. mín. Björgvin Þór Hólmgeirsson (Stjarnan) skoraði mark Glæsilegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert