Evrópusigrar hjá Íslendingaliðum

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki GOG.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki GOG. AFP

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot í marki GOG þegar liðið fékk CSKA Moskvu í heimsókn í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld.

Viktor Gísli var með 25% markvörslu en leiknum lauk með 33:31-sigri GOG í jöfnum leik.

GOG náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en CSKA tókst að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik og staðan því 18:15, GOG í vil, í hálfleik.

GOG náði fimm marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks, 21:16, en CSKA tókst að minnka muninn í eitt mark, 31:30, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Lengra komust Rússarnir hins vegar ekki og GOG fagnaði sigri.

Þá unnu Ýmir Örn Gíslason og liðsfélagar hans í GOG tveggja marka sigur gegn Nexe í Króatíu, 27:25.

Ýmir Örn komst ekki á blað hjá Löwen en staðan að loknum fyrri hálfleik var 14:13, Nexe í vil.

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten gerðu svo 27:27-jafntefli gegn Montpellier í Frakklandi og er liðið í vænlegri stöðu fyrir seinni leikinn en seinni leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert