HSÍ frestar öllum leikjum um óákveðinn tíma

Valsmenn áttu að mæta Þór á Akureyri í úrvalsdeild karla …
Valsmenn áttu að mæta Þór á Akureyri í úrvalsdeild karla í dag. Ljósmynd/Árni Torfason

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur frestað öllum leikjum á vegum sambandsins um óákveðinn tíma.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem sambandið sendi frá sér í dag en í dag tilkynntu íslensk yfirvöld að öll keppni í íþróttum myndi leggjast af í að minnsta kosti þrjár vikur á blaðamannafundi í Hörpu.

Þór og Valur áttu að mætast í úrvalsdeild karla í Höllinni á Akureyri í dag klukkan 18 og þá voru fjórir leikir á dagskrá í 1. deild kvenna, Grill 66-deildinni, í dag.

„Framhald mótahalds verður ákveðið á komandi vikum þegar skýrist betur með framhald aðgerða yfirvalda. Öllum leikjum í dag og í kvöld verður sömuleiðis frestað að tilmælum yfirvalda,“ segir í tilkynningu HSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert