Malmö hélt sér á lífi í baráttunni um sæti í undanúrslitum í keppni um sænska meistaratitilinn í handbolta með 29:27-heimasigri á Kristianstad í þriðja leik liðanna í kvöld.
Kristianstad vann tvo fyrstu leiki einvígisins og hefði með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitum, en allt kom fyrir ekki.
Íslendingarnar í liði Kristianstad létu lítið fyrir sér fara því Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guðmundsson sat allan tímann á bekknum vegna meiðsla.