Lykilmaður framlengir í Vestmannaeyjum

Theodór Sigurbjörnsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV.
Theodór Sigurbjörnsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmaðurinn Theodór Sigurbjörnsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV um tvö ár. Theodór hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og verið einn besti hornamaður íslensku deildarinnar.

Theodór er ekki eini leikmaðurinn sem hefur framlengt við ÍBV síðustu vikur því Dagur Arnarsson, Arnór Viðarsson og Petar Jokanovic hafa gert slíkt hið sama.

Theodór hefur skorað 45 mörk í 13 leikjum með ÍBV á leiktíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert