Markvörðurinn varði vel og skoraði

Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu en hún dugði ekki …
Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu en hún dugði ekki til. AFP

Holstebro hafði betur gegn Kolding, 30:24, á heimavelli sínum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 17:15, Hostebro í vil. 

Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk úr fimm skotum fyrir Holstebro á meðan Ágúst Elí Guðmundsson átti góða innkomu af bekknum hjá Kolding. Ágúst varði átta skot, var með 38 prósenta markvörslu, og skoraði auk þess eitt mark. 

Holstebro er í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig og Kolding í áttunda sæti með 23 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert