Stórleikur Mosfellingsins í Frakklandi

Elvar Ásgeirsson átti afar góðan leik fyrir Nancy.
Elvar Ásgeirsson átti afar góðan leik fyrir Nancy. Ljósmynd/Haraldur Jónasson/Hari

Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson átti stórleik fyrir Nancy er liðið vann nauman 32:31-útisigur á Selestat í frönsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Elvar skoraði sigurmark Nancy og sjö mörk alls. Þá lagði hann einnig upp sex mörk á liðsfélaga sína. Nancy er í toppsætinu með 28 stig. Pontault er í öðru sæti, einnig með 28 stig og tvo leiki til góða.

Góður leikur Grétars Ara Guðjónssonar í markinu hjá Nice dugði ekki til gegn Valence á útivelli þar sem lokatölur urðu 31:29, Valence í vil. Grétar Ari varði 14 skot og var með 32 prósenta markvörslu.

Nice er í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 19 leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert