Elvar Örn hafði betur í Íslendingaslag

Elvar Örn Jónsson og félagar hans í Skjern höfðu betur …
Elvar Örn Jónsson og félagar hans í Skjern höfðu betur í dag. AFP

Skjern mætti Ribe-Esbjerg í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Rúnar Kárason var markahæstur Íslendinganna í leiknum en það voru þó Elvar Örn Jónsson og félagar í Skjern sem unnu að lokum góðan 34:31-sigur.

Elvar Örn skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar fyrir Skjern.

Rúnar skoraði sex mörk og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Ribe-Esbjerg. Þá skoraði Daníel Þór liðsfélagi hans eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.

Skjern er eftir sigurinn í 6. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, og búið að tryggja sér sæti í umspili um meistaratitilinn, á meðan Ribe-Esbjerg er í 9. sæti.

Aðeins ein umferð er eftir af deildinni og er nú ljóst að Ribe-Esbjerg á ekki möguleika á að ná umspilssæti um meistaratitilinn. Efstu átta sætin fara í umspilið en Ribe-Esbjerg er þremur stigum á eftir liðinu í 8. sæti, Kolding, og getur því ekki náð því að stigum.

Ribe-Esbjerg fer því í umspil um að halda sér í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert