Hinn 36 ára gamli Einar Ingi Hrafnsson, handboltamaður hjá Aftureldingu, lýsti yfir áhyggjum sínum á Twitter.
Í fjórða sinn á einu ári má hann hvorki spila né æfa handbolta. Hann viðurkennir að það sé erfiðara í hvert skipti.
Þetta gæti á endanum kostað hann síðustu ár ferilsins. Einar kallar eftir meiri skilningi í garð íþróttafólks og spyr hver sé að tala þeirra máli.
Einar sýnir því skilning að ekki megi spila handbolta þegar harðar sóttvarnaaðgerðir eru í gangi, en erfiðara sé að sætta sig við að ekki megi æfa og þá sérstaklega þegar smitin í samfélaginu eru ekki fleiri en raun ber vitni.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag