Fagnaði níunda sigrinum í röð

Díana Dögg Magnúsdóttir leikur með Sachsen Zwickau.
Díana Dögg Magnúsdóttir leikur með Sachsen Zwickau. Ljósmynd/bsvzwickau.de/

Sachsen Zwickau vann sinn níunda sigur í röð í B-deild Þýskalands í handbolta í dag er liðið vann öruggan 32:20-sigur á Waiblingen á heimavelli.

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Sachen Zwickau úr fimm skotum. Liðið hefur verið á mikilli siglingu og var sigurinn í dag sá níundi í röð.

Liðið er fyrir vikið með 37 stig og í toppsætinu, fjórum stigum fyrir ofan Füchse Berlin sem er í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert