Í sigurliði í toppslagnum

Alexander Petersson var í sigurliði í toppslagnum.
Alexander Petersson var í sigurliði í toppslagnum. AFP

Flensburg hafði betur gegn Kiel, 31:28, í toppslag þýsku 1. deildarinnar í handbolta á heimavelli í dag.

Alexander Petersson, sem er búinn að jafna sig af meiðslum, skoraði eitt mark fyrir Flensburg. Með sigrinum fór Flensburg upp fyrir Kiel og í toppsætið.

Flensburg er með 34 stig, Kiel 33 stig og Magdeburg í þriðja sæti með 32 stig, en Flensburg og Kiel hafa leikið tveimur leikjum minna en Magdeburg.

Í B-deildinni vann Gummersbach 38:30-heimasigur á Emsdetten. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach. Elliði Snær Viðarsson lék ekki með liðinu í dag vegna meiðsla.

Gummersbach er í öðru sæti deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Hamburg. Tvö efstu liðin fara upp um deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert