Landsliðsmennirnir fögnuðu sigrum

Arnór Þór Gunnarsson og Ýmir Örn Gíslason voru í sigurliðum …
Arnór Þór Gunnarsson og Ýmir Örn Gíslason voru í sigurliðum í dag. AFP

Arnór Þór Gunnarsson og liðsfélagar hans hjá Bergischer fögnuðu 25:20-sigri á Erlangen á útivelli í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Arnór átti fínan leik fyrir Bergischer og var næstmarkahæstur með fimm mörk. Bergischer er í sjötta sæti með 27 stig og í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum. 

Rhein-Neckar Löwen er í fjórða sæti með 32 stig eftir 29:27-heimasigur á Minden. Sigurinn var sá þriðji í röð hjá Löwen. Ýmir Örn Gíslason gerði eitt marka liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert