Fór á kostum í Íslendingaslag

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik.
Ómar Ingi Magnússon átti stórleik. AFP

Ómar Ingi Magnússon var í miklu stuði er Magdeburg heimsótti Stuttgart í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag og var markahæstur í 32:22-sigri. 

Selfyssingurinn skoraði níu mörk og fékk auk þess tvær skráðar stoðsendingar. Viggó Kristjánsson var einn fjögurra í Stuttgart sem skoruðu mest eða fjögur mörk. 

Með sigrinum fór Magdeburg upp í 34 stig og í annað sæti deildarinnar. Stuttgart er í 13. sæti með 21 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert