Teitur Örn Einarsson átti góðan leik fyrir Kristianstad þegar liðið vann sjö marka sigur gegn spænska liðinu Ademar León í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í Svíþjóð í kvöld.
Leiknum lauk með 34:27-sigri Kristianstad en Teitur Örn skoraði fimm mörk í leiknum.
Kristianstad leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 16:14, og jók forskot sitt hægt og rólega í síðari hálfleik en Ólafur Guðmundsson lék ekki með Kristianstad í kvöld.
Síðari leikur liðanna fer fram í Kristianstad á morgun.